top of page
Logo_edited.png
ALM_JóhannBjörnSveinbjörnsson_5547-Edit.jpg

Um félagið

Sandar fjármögnun er í eigu Jóhanns Sveinbjörnssonar sem er með yfir 10 ára reynslu af fjármálamörkuðum. Félagið er sjálfstætt einkahlutafélag með áherslu á lána- og fjárfestingastarfsemi.

Sérhæfð fjármögnun fyrir íslensk fyrirtæki

Brúarfjármögnun

Brúarfjármögnun er skammtímafjármögnun til allt að 12 mánaða. Sem dæmi má nefna fjármögnun til viðbótar við framkvæmdafjármögnun hjá banka, rekstrarfjármögnun til að jafna árstíðabundnar sveiflur eða fjármögnun vegna fasteignaverkefna s.s. lóðakaupa o.fl.

Framkvæmdafjármögnun

Við getum komið að framkvæmdafjármögnun með ýmsum hætti. Í gegnum tíðina höfum við unnið með verktökum í litlum og meðalstórum verkefnum. Við getum fullfjármagnað smærri verkefni, s.s. einbýlishús, raðhús og minni fjölbýli en einnig getum við veitt viðbótarfjármögnun inn í stærri verkefni á eftir bankafjármögnun. Í einhverjum tilfellum getum við komið inn með eigið fé í verkefnið í samstarfi við verktaka og/eða aðra fjárfesta.

Fasteignafjármögnun

Fasteignafjármögnun í verkefnum þar sem þörf er á lánsfjármögnun á aðeins nokkrum dögum t.d. í viðskiptum þar sem eignir eru að bjóðast undir markaðsverði, leysa þarf eignir undan nauðungarsölu o.fl. Einnig geta eigendur fasteigna, þar sem veðrými er til staðar, fengið fjármögnunina greidda út í peningum og nýtt í önnur verkefni. 

Sérhæfð fjármögnun

Fjármögnun sem sníða þarf að verkefnum sem falla ekki að hefðbundinni fjármögnun. Dæmi um þetta eru seljendalán sem kröfuhafi vill framselja, innflutningur á bílum, tækjum og einingahúsum, kaup á fyrirtækjum, byggingaverkefni þar sem við skoðum ýmsar útfærslur s.s. kaup á íbúðum o.fl. Hafðu samband og við skoðum verkefnið með þér.

Kröfufjármögnun

Kröfufjármögnun hentar fyrirtækjum þar sem greiðandi er með greiðslufrest frá 2 vikum upp í 2 mánuði eins og algengt er hjá sveitarfélögum og stærri fyrirtækjum. Seljandi kröfunnar fær greitt allt að 90% strax og þarf því ekki að bíða eftir greiðslu á gjalddaga reikningsins.

Kröfufjármögnun er fljótleg og einföld leið til að auka greiðsluflæði.  Lágámarks fjárhæð er 5 mkr. og hámarksfjárhæð 50 mkr.

Fjárfestingar

Við skoðum áhugaverð fjárfestingartækifæri með traustum aðilum. Sem dæmi má nefna nýsköpunarverkefni, fasteignaþróunarverkefni, verkefni í ferðaþjónustu, heildsölu, iðnaði o.fl.

Ef þú ert með áhugavert verkefni sem þú vilt kynna fyrir okkur þá hvetjum við þig til að hafa samband.

Hafðu samband

bottom of page